Korteri fyrir kosningar II

Ef allt þetta fjármagn er til í landinu, og þjóðin svo rík að stjórnmálamenn geti réttlætt veglegar eftirlaunagreiðslur til sín (þrátt fyrir að þeir geti margir hverjir gengið beint inn í önnur störf og séu hvergi á flæðiskeri staddir), hvernig stendur þá á því að aðrir þjóðfélagsstarfsmenn (Hinir Ósýnilegu) verða svona lítið varir við allan þennan auð? Á okkar auður einungis að finnast í hjartanu?

 
Síðasta sumar réði ég mig, í fyrsta skipti á minni þrítugu ævi, í einkafyrirtæki. Fram að því hafði ég alltaf starfað hjá Ríkinu, Borginni, eða Sveitarfélaginu. Fram að því hafði ég aldrei verið með hærri mánaðarlaun (fyrir skatta) en 168.000 kr. Þau laun fékk ég fyrir það að skrásetja reikninga í einni af bókhaldsdeildum Reykjavíkurborgar, og má Reykjavíkurborg klappa sér á bakið fyrir það. 10 vikna forfallakennsla í þeirri grein sem ég er háskólamenntuð til veitti mér ekki einu sinni svo há laun, heldur hélt sig nokkrum þúsundköllum neðar. Því ég er hvorki  með kennsluréttindi né rétta háskólagráðu. Og þrítugsaldrinum náði ég ekki fyrr en 2 vikum eftir starfslok.

Háskólagráða og 10 mánaða starfsreynsla í grunnskóla náðu semsagt ekki að hífa kennslulaunin mín upp fyrir 165.000 kr. Það var að vísu úti á landsbyggðinni, en ég reikna samt ekki með að skólar á höfuðborgarsvæðinu greiði neitt betur, nema ef möguleg 2% verðbólgu-/vísitöluhækkun á þessu ári kynni að hafa híft launin eitthvað upp.

Grunnlaunin mín sem stuðningsfulltrúi í grunnskólabekkjum (með 14 mánaða reynslu af umönnunarstörfum á bakinu, stúdentspróf og lokapróf af uppeldisbraut) voru 132.000 kr., eða 2-3000 kr. lægri en sem ritari á Landspítalanum, og það þrátt fyrir að áðurnefnd háskólagráða veitti mér 4 (fjögurra!) prósenta launahækkun sem stuðningsfulltrúi (sem Lansinn gerði ekki). Aftur gæti aldurinn hafa spilað inn í, enda var ég ekki nema 28 ára á þessum tíma.

Og á sama tíma og ekki virðist til fjármagn til að ráða í nægjanlega margar stöður stuðningsfulltrúa, keppast stjórnmálamenn um að hvetja til að skólamáltíðir verði ókeypis. Maður sem barnlaus starfsmaður spyr sig og aðra, hvort er mikilvægara að skólarnir bjóði upp á góð menntunarskilyrði eða ókeypis skólamáltíðir?

Annar flötur á þessu er, að á meðan foreldrar greiða um 250 kr. fyrir máltíð hvers barns, þá hljóta þeir að geta gert þá kröfu að hráefnið í máltíðina sé a.m.k. 150 kr. virði, og þá er miðað við að sveitarfélög niðurgreiði hverja máltíð um sem nemur kostnaði við mötuneyti eða aðkeyptan mat + akstur. Hversu ódýra leið er fólk tilbúið að kjósa til að fá ókeypis mat fyrir börnin sín? Fullunnar kjötvörur úr afgangshráefnum? Tveggja daga gamalt brauð úr bakaríum? Mjólkina sem rann út í fyrradag? Kálið sem bragðast ekki svo illa sé því drekkt í sósu? Er þetta framtíðin sem sveitarfélög og foreldrar vilja? Ef svo er, þá endilega tjáið ykkur!

There’s no such thing as a free lunch.

 
Hvað með ókeypis leikskóla? Eins og fram kemur hér ofar þá á ég ekki börn sjálf, en ég gæti vel trúað að fleiri myndu kjósa það að geta gengið að leikskólaplássi vísu þegar barnið er orðið ársgamalt, en að fá hann ókeypis við 3ja ára aldurinn.

Eins og staðan er í dag eru laun ófaglærðs starfsfólks á leikskólum það lág að ekki virðist hægt að manna nægjanlega margar stöður til að anna eftirspurn um leikskólapláss.

En kannski hef ég rangt fyrir mér. Ég auglýsi hér með eftir könnunum sem taka á þessu máli; hvort foreldrar vilji almennt öruggt pláss í sínu hverfi við 14 mánaða aldur eða ókeypis pláss við 30 mánaða aldur, og einnig hvernig þetta skiptist hlutfallslega og á landsvísu.

 Þetta mættu kjósendur hafa til hliðsjónar þegar stjórnmálamenn reyna að selja þeim gulli slegnar hugsjónir. Allt sem er ókeypis mun 1) vera gert ókeypis á sem ódýrastan hátt, og 2) verða til þess að finna verði leiðir til að ná þessum peningum aftur inn í Ríkis- eða Sveitarfélagshítina, á einn eða annan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Eina leiðin er að einkavæða þessi störf sem þú nefnir og láta nemendur borga fyrir námið! Þá verður þetta allt miklu betra! Áfram X-D!

(Nota bene fyrir trega: Þarna var á ferðinni s.k. kaldhæðni)

Þarfagreinir, 9.5.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Quackmore

Höfundur

Quackmore
Quackmore
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • SwissAirportVoucher
  • SwissAirportVoucher

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband