Er þjóðin guð?

„Á guð að fara út úr þjóðsöngnum?" spyr Guðni. Ég spyr á móti: Á þjóðin ekkert að koma inn í þjóðsönginn?

Eftir því sem mér sýnis í fljótu bragði þá er ekki minnst svo oft á land & þjóð í núverandi þjóðsöng.

Fyrsta lína fyrsta erindis tekur að vísu fram að um sé að ræða guð vors lands, og svo er „Íslands þúsund ár" tvítekið. Í hverju erindi, reyndar.

Annað erindi inniheldur línuna "vér kvökum vort helgasta mál", en deila má um hvort þetta helgasta mál er íslenska tungan eða bara hjartans trúarlegt kvak. 

Þriðja erindi inniheldur þó hvorki meira né minna en tvær vísanir í þjóðlíf vort, sem má með sanni fullyrða að geti ekki verið annað en íslenskt þjóðlíf:
" og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,"

Engu að síður finnst mér þetta full lítið til að bera titilinn "Þjóðsöngur". Enda skilst mér að þetta hafi fyrst og fremst verið ort sem sálmur. 

Í lokin sting ég upp á að lag Baggalúts, Ísland, ég elska þig, verði tekið upp sem hinn nýji þjóðsöngur vor.


mbl.is Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Já ... 

Oft hefur verið rætt um að skipta út þjóðsöngnum af því hann er illsyngjanlegur; ekki sé ég grátkórinn rísa upp þá. En þegar rætt er um að kannski sé óheppilegt að hafa lofsöng til Guðs sem þjóðsöng, þegar þjóðin er ekki öll kristin, þá fer allt í háaloft og talað um aðför að gömlum gildum. Magnað.

Ég styð annars að [i]Ísland ég elska þig[/i] verði notað í staðinn!

Þarfagreinir, 12.12.2007 kl. 16:43

2 identicon

Af hverju má ekki hver og ein trúa eða trúa ekki því sem hann vill, þessi guð sem nefndur er í þjóðsöngnum okkar fína getur þess vegna verið þór eða Óðinn eða enginn ef menn trúa engu, þjóðsöngurinn er flottur

Evert (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 20:06

3 Smámynd: Quackmore

Sæll Evert; málið snýst ekki um hvaða guð þetta sé (en hlýtur þó að vera guð úr eingyðistrú, þar sem orðið hefur bæði stóran staf í byrjun og er í eintölu) heldur hvort hann hafi eitthvað með sameiningu þjóðar og lands að gera. 

Ef skipt væri um orð og sett in, til dæmis, "stjórnmálaflokkur" í staðinn fyrir "Guð", gætum við öll tekið það til okkar sem sameiningartákn hvort sem við styddum Sjálfstæðisflokkinn, Vinstri Græna eða Íslandshreyfinguna?
"Ó Stjórnmálaflokkur vor lands, ó lands vors Flokkur! Vér lofum þína samfelldu, þaulhugsuðu stefnuskrá." Ekki myndi ég geta sungið þetta hátt og snjallt og "vitað í hjarta mér" að ég væri að prísa einn flokk meðan næsti maður væri pottþétt að prísa annan (því ég sæi það á barmmerkinu hans). 

Þjóðsöngurinn er flottur sálmur, en hann er ekki flottur sem þjóðsöngur.  

Quackmore, 17.12.2007 kl. 10:33

4 identicon

Svona geta skoðanir fólks verið mismunandi, mér finnst þjóðsöngurinn vera flottur þjóðsöngur og er stoltur af honum. Og myndi ekki vilja sjá honum skipt út, baggalútur er samt ágætur ef honum yrði skipt út. En ég ber fulla virðingu fyrir þínum skoðunum. Herra Quackmore

Evert (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 21:26

5 identicon

ÚPPSS eftir að hafa lesið aðeins meira af þínum færslum sé ég að þú ert ekki herra, ég biðst afsökunar

Evert (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Quackmore

Höfundur

Quackmore
Quackmore
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • SwissAirportVoucher
  • SwissAirportVoucher

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband