Hví skyldi maður ekki flytja lögheimili sitt?

 Það er náttúrulega rökréttast að flytja lögheimili sitt fyrir ársdvöl eða lengri, innan- eða utanlands. Við það öðlast maður réttindi á nýja staðnum. Ef maður flytur t.d. úr Reykjavík norður á Akureyri með börn án þess að flytja lögheimili sitt/barna sinna, þá þarf að semja við Reykjavíkurborg um að greiða sérstaklega fyrir skólagöngu þessara barna á Akureyri þar sem útsvar forráðamanna greiðist ennþá til Reykjavíkur.  

Ef þessi tiltekna móðir hefur aldrei þegið neina þjónustu frá danska ríkinu (t.d. daggæslu fyrir börnin eða húsaleigubætur), og alltaf greitt fyrir heilbrigðisþjónustu þar eins og útlendingur þá er spurning hvort hún eigi endurkröfurétt á íslenska ríkið frá og með þeim tíma sem hún var í hvorugu kerfinu (hvorki því danska né íslenska). Hafi hún þegið þjónustu á sama verði og heimamenn, þá ætti þetta kannski ekki að koma svo á óvart.

Íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum (og annarsstaðar) þurfa að greiða sama verð og útlendingar þegar þeir leita eftir heilbrigðisþjónustu hér á landi (í sumar- og jólafríum), allavega hafa vinkonur mínar þurft að gera það. 

 

 Og titill fréttarinnar; "Réttindalaus eftir dvöl erlendis" er villandi. Réttara þætti mér að segja "...eftir búsetu erlendis". Heil fimm ár teljast tæpast vera "dvöl"... 


mbl.is Réttindalaus eftir dvöl erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi dama er búin að fá allar mögulegar bætur sem hægt er að finna í kerfinu, amk úti í dk. þarf ekki bara að fara að kanna vinnumarkaðinn á þessum aldri? 

... (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 15:48

2 identicon

segi það..! er ekki kominn tími á að skella sér á vinnumarkað á þessum aldri ? vera smá rollemodel fyrir börnin og ekki kenna þeim að mjólka kerfið hátt og lágt....heldur vinna til að eiga ofan í sig og á.. ? 

 Já hún hefur sko mjólkað kerfið mjög svo í Danmörku...!

... Tími til kominn kannski að stíga næsta skref og hætta að ætlast til að fá allt á silfurfati..!

Fröken Frek (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 17:23

3 Smámynd: Hildur Valgerður Heimisdóttir

Vildi benda á nokkur atriði....

Ég hef ekki hlotið neinar aðrar bætur en hinn almenni borgari í Danmörku. Hef borgað þar skatta og skyldur eins og löghlýðnir borgurum ber. Það eina sem ég hef "mjólkað" var fæðingarorlof sem ég hafði ekki rétt á frá Íslandi. Var það nefnt til samanburðar við kerfið hér á landi. Leikur mér forvitni á að vita hvað ég átti annars að gera við nýfætt barn mitt..... einhver svör við því? 

Hildur Valgerður Heimisdóttir, 18.7.2007 kl. 20:15

4 Smámynd: Quackmore

Sæl Hildur,

ég er ekki að mótmæla því að þú þiggir fæðingarorlof í Danmörku ef þú átt rétt á því, en það hlýtur þá að bera það með sér að þú hafir verið inni í danska kerfinu þá þegar, og væntanlega unnið þér til (áframhaldandi) réttinda þar í landi. Hvað fæðingarorlof og atvinnuleysisbætur varðar, þá ertu líka (eða allavega var það svo fyrir örfáum árum) réttindalaus ef þú er að koma úr námi og hefur ekki unnið nægjanlega mikið á síðustu 12 mánuðum. Námsmaður sem ekki færi sumarvinnu eða vinnu eftir útskrift nýtur ekki atvinnuleysisbótaréttar strax nema hann hafi unnið ákveðið marga tíma á síðasta 12 mánaða tímabili, og þegar ég kynnti mér þetta á sínum tíma þá minnir mig að þetta myndi merjast ef maður næði fullri vinnu í 3 mánuði á þessu tímabili (eins gott að hafa ekki tekið sér neitt frí sumarið áður). 

Vinkona mín á von á barni í lok október. Til að halda rétti til fæðingarstyrks verður hún að vera í fullu námi þangað til, þó það sé fyrirséð að hún nái ekki að ljúka heilli önn áður en krakkinn kemur í heiminn. Hún er því búin að semja við kennara í HÍ um að fá að taka barnið með sér í prófin, svo lengi sem það verði rólegt. Eins gott að barnið verði rólegt.

Og ég hélt meira að segja að öll réttindi fyrndust/flyttust á 6 mánuðum (líka námsmanna), þannig að 2ja og 3ja ára fyrning hljómar bara vel. Ég er nokkuð viss um að í tilfellum þar sem viðkomandi er með tvöfaldan ríkisborgararétt, þá njóti hann einungis bóta- og styrkjaréttinda í því landi sem hann býr, en alls ekki á báðum stöðum. 

Quackmore, 18.7.2007 kl. 21:29

5 Smámynd: Quackmore

... og það má alveg benda Þrípunkti og Fröken Frekri á að það er stór munur á því að mjólka kerfið og því að hvá yfir horfnum réttindum sem maður hélt að maður hefði. Kannski ég eyði bara út kommentunum þeirra. Sé til á morgun.

Hinsvegar pirrast ég út í fólk sem slær fram fullyrðingum á borð við "Nú hvarf öll löngun til að koma aftur heim!" eða að það sé miklu betra að vera útlendingur en Íslendingur hér. Hvað ætli við viljum ykkur heim aftur ef þið ætlið bara að gerast sjóðasugur? Verið þið bara útlendingar í ykkar búsetulandi í friði. Engan heilvita mann langar t.d. að búa í Bandaríkjunum þar sem sumarfrí eru ekki nema 2 vikur á ári* og það að slasast/veikjast sjúkratryggingarlaus er svínslega dýrt  - ekki satt?

 (* kona frænda míns hefur reyndar unnið í 10 ár hjá sama fyrirtæki og þannig áunnið sér rétt til 4ra sumarfrísvikna á ári, svo það er ljós í myrkrinu)

Quackmore, 19.7.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Quackmore

Höfundur

Quackmore
Quackmore
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • SwissAirportVoucher
  • SwissAirportVoucher

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 598

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband